15.6.2008 | 09:59
Notkun eldneytis til orkuframleiðslu - staðreynd um langa framtíð
Meðan kolabirgðir endast í heiminum mun ekki verða raunhæfur kostur að hætta notkun eldsneytis til orkuframleiðslu en 80% þeirra orku sem notuð er í heiminum í dag kemur frá brennslu eldneytis, kolum,olíu og jarðgasi. Kína er langstærsti kolaframleiðandi heims næst Bandaríkjunum. Orkulindir tveggja fjölmennustu ríkja heims Kína og Indland eru byggðar á þessum miklu kolabirgðum Kínverja því er ekki raunhæf hugmynd að hætta notkun eldneytis til orkuframleiðslu.
Verkefni liggur fyrir að framleiða vetni úr vatni með kolum og binda koltvísýring sem myndast við framleiðsluna með því að þrýsta honum niður í jarðlög þar sem hann gengur varanlega í efnasambönd í jarðlögum en sleppa ekki koltvísýring úr í andrúmsloftið við brennslu eldneytis. Notkun vetnis sem eldsneytis er enn vanþróuð tækni nema til staðbundinna raforkuframleiðslu með gashverflum. Enn er framleiðsla vetnis of fyrirferðarmikið til að geta verið lausn til almennra nota á litlum fólksbílum. Rannsóknir á lausnum vetnisframleiðslu og að binda koltvísýring er meginhluti framangreinds verkefnis.
Kolabirgðir í heiminum eru taldar endast í u.þ.b. tvö hundruð ár miðað við iðnvæðingu þróunarríkjanna. Hægt er að sundra vatnsgufu í frumefni sín, vetni og súrefni með því að hita hana í mjög hátt hitastig. Hitastigið má framleiða með því að safna sólargeislum saman í svokölluðum holspeglum. Þá er það sólarorkan er sundrar vatni í frumefi sín og er varanlegur orkugjafi - en ekki kolin.
Nauðsynleg tækni til notkunar sólarorku er ekki til staðar en gæti orðið veruleiki eftir tvö hundruð ár þegar kolin þrjóta. Sólarorkan er orkulind sem ekki þrýtur eins og kolin. Framgreindur útdráttur er tekin úr ágætri grein fyrrv. orkumálastjóra Jakobs Björnssonar, skrifuð í Mbl 14.06.08 bls. 30. Jakob endar grein sína eftrirfarndi: Bandaríkin hafa sætt ámæli fyrir að vilja ekki gerast aðili að Kyotobókuninni. Kannske rekur þetta tæknivæddasta samfélag veraldar af sér slyðruorðið með því að leggja grundvöllinn að vetnissamfélagi framtíðarinnar. Niðurstaða undirritaðrar eftir lestur greinarinnar: "Neyðin kennir naktri konu að spinna" einnig í hugviti og tæknirannsóknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook