Ábyrgðarlaus umræða ESBsinna

Ábyrgir stjórnmálamenn og blaðamenn, sem eru Evrópusinnar hafa notað erfitt efnahagsástand til að réttlæta aðild Íslands að ESB. Skemmst er að minnast yfirlýsingar  Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra er hvatti (RUV 20.04)) þingmenn til að taka afstöðu í ESB-umræðunni því nú lægi fyrir ótvíræður vilji þjóðarinnar samkvæmt “skoðanakönnun”. Einnig  skrifaði Kolbrún Bergþórsdóttir í forystugrein 24stunda (6.05) þar sem allur vandi yrði leystur með inngöngu í ESB. Samkvæmt skoðun framgreindra er tæplega  þörf á neinni reisn við samningaborðið að okkar hálfu – eigum við að ganga bónleiðar til búðar í Brussel? Ekki eitt orð um afstöðu til auðlinda landsins; ef til vill að biðja ESB auðmjúklega að taka þær sem tryggingu  til inngöngu – engar áhyggjur meir þegar við yrðum komin til Brussel? 

Hvers vegna hefur innganga og upptaka Evrunnar ekki leyst vanda allra þeirra ríkja sem eru í ESB? Hvers vegna mældist verðbólga í Lettlandi 17,5% í april. Þótt Lettar hafi ekki tekið upp Evruna er gjaldmiðill þeirra tengdur henni og gilda þar gengissveiflur Evrunnar –  en hefur ekki komið í veg fyrir þessa miklu verðbólgu í Lettlandi.

 

Dæmigerð umræða Evrópusambandssinna þar sem innganga í ESB skal í gegn án þess að rökræn umræða um kosti og galla fari fram.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband