16.6.2008 | 07:17
ESB - álit almennings aukaatriði?
Höfnu Íra á Lissabonsáttmálanum er stefnumarkandi atburður fyrir gagnrýna rökfasta umræðu er hlýtur að vera forsenda skoðanamyndunar/ákvörðunartöku almennings. Ekki virðist vera nein sameiginleg sjálfsmynd Evrópu fyrir hendi sem er grunnur þjóðanna til samræðu. Gæti verið ein ástæða dræmra kosningabaráttu innan ESB. Eins og kunnugt er var Lissabonáttmálinn settur fram eftir að stjórnarskrá ESB var felld og er illskiljanlegur til lesningar enda varla til þess ætlast að lýðræðisleg rökræn umræða meðal almennings fari fram. Skrifræðið í Brussel virðist ekki telja þörf skoðanaskipta á almennum nótum heldur vill koma á samstöðu með handafli almúginn þvælast bara fyrir með skoðunum um hagsmunamál sín: og mannréttindi. Írar tóku af skarðið og gáfu ESBrisanum verðuga ráðningu með höfnun Lissabonsáttmálans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook