16.6.2008 | 23:53
Mattías Johannessen: Grænlenzkur túristi.
Tilhlýðilegt að lesa kvæði Mattíasar Johannessen, skálds um bangsa er féll fyrir skoti þegar hann var á ferð fyrir nokkrum dögum á sama stað og þessi bangsi.
Grænlenzkur túristi
Hann skimast um,það er þoka á fjöllum.
Hann er hvítur
eins og efsti skafl,hreinn
eins og regnþrunginn himinn.
Skimast um,
enginn selur í nánd,
aðeins manndýr með selsaugu.
Skimast um,
nálgast,
gamall hólkur,miðar.
Andar að sér ókunnu landi,
skot
Síðasta andartak bjarndýrs
í gróðurhúsinu
jörð.
Gleðilega þjóðhátíð
Ísbjörninn rólegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.6.2008 kl. 12:55 | Facebook