Engin umferðarljós eða gangbrautir?

FootinMouthAthyglisverð frétt í sjónvarpinu í gær frá  fjórtán þúsund manna bæ í Þýskalandi. Þar hafa öll umferðarmerki verið lögð niður – líka gangbrautir yfir götur. Þykir vel til takast enn sem komið er. Umferðarslysum hefur fækkað, umferðin hægt á sér, síðast ekki síst eru menn tillitssamri í umferðinni. 

Leiðir hugann að umferð hér á landi og  hvort ekki megi taka upp framagreinda tilraun  t.d. í Kópavogi eða Selfossi.  Hér í Kópavogi er mikið af hringtorgum en ennþá  virðist vanta  tilfinningu fyrir að virða rétt í innri hring. Ökumenn  eru með innbyggð “aðalbrautareinkenni” og svína þess vegna í veg fyrir bíl í innri akrein sem er á leið út úr hringnum. Er þetta mín reynsla oftar en ekki.  

Hér mætti bæta úr með góðum auglýsingum í sjónvarpi. Ef það er staðreynd að mikið sé um slíka árekstra þá munu tryggingafélögin leggja málinu lið. 

Dregið hefur úr hröðum akstri við sterkt eftirlit lögreglunnar . Ef til vill fylgir í kjölfarið umferð án götuljósa og gangbrauta  víðast hvar?

Með hægari akstri vinnst tvennt: Minni slysahætta og minni eldsneytisnotkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband