Friðun hvala/ fiskistofna orkar - tvímælis?

Vonandi fylgir hugur máli um náttúrvernd hjá þinginu í USA. Mótmæli frá Bandaríkjunum og víðar hafa oftar en ekki verið í skjóli hagsmunasamtaka t.d. þeirra sem vilja ekki fisk á markaðinn vegna þess  að þá verður minni sala á vörum í landbúnaði bæði kjöti og korni þar sem ekki þarf að gæta minni náttúruverndar en fiskveiðum yfirleitt þar með taldar hvalveiðar



Íslendingum hefur tekist betur upp með fiskveiðistjórnun sína en en í Ameríku - ekki betra hjá ESB þar sem stjórn fiskveiða hefur heldur ekki tekist sem skyldi. Verst hvað gagnrýni á fiskveiðistjórnun hér á landi er frekar niðurrifsstefna heldur en að hugur fylgi máli. Það sem þarf að laga í okkar fiskveiðistjórnun eru strandveiðarnar og setja strandlínu með lögum fyrir minni báta með vistvænum veiðarfærum sem fengju að veiða nógu mikið í smærri byggðarlögum er annars vegar stæði undir rekstrarkostnaði  og launum í smábátaútgerð hins vegar til viðhalds atvinnulífi í minni byggðum. Auk þess ætti  leggja niður byggðakvóta það myndi  flýta fyrir framangreindum endurbótum.

 

Sorglegt að Samband smábátaeigenda hefur ekki náð að vera nógu góður málsvari fyrir framagreindar úrbætur á kvótakerfinu.


mbl.is Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband