26.6.2008 | 02:55
Tvö góð lið - Tyrkir betri
Eiginlega voru Tyrkir betri vegna þess þeir hafa svo mikla leikgleði eru léttir og snöggir, léku Þjóðverja sundur og saman annað slagið. Þjóðverjar voru svo sem ágætir en verða tæpast "ballerínur" í fótbolta eru þyngri en Tyrkirnir. Meira segja Rússar hafa betra yfirbragð af léttum og skemmtilegum leik.
Spái því í að stórveldi eins og Frakkland og Þýskaland eigi eftir að tapa meira í nánustu framtíð sökum þess að boltinn þeirra er einhvern vegin "kerfisleikur"; vantar leikgleði og metnaður sem á að kom innan frá. Þar spilar inn í undaralda fjármagnsins sem helgar frekar meðalið en fótboltinn sem metnaðarfullur leikur með sönnum íþróttaanda.
Vonandi verða Spánverjar eða Rússar Evrópumeistarar, þeir eru meira "alvöru fótboltalið" þar sem fjármagnið er ekki eins afgerandi í leiknum eins og hjá framangreindum þjóðum.
Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:25 | Facebook