26.6.2008 | 16:27
Össur hugrakkur - tekur rétta ákvörðun
Viðurkenni hér og nú að mér hefur þótt lítið koma til Össurar Skarphéðinssonar sem stjórnmálamanns, fundist hann hafa gaman af að baða sig í fjölmiðlum um allt og ekkert. Nú bregður vjð annan tón, tók hugrakkur ákvörðum um áframhaldandi ferli í framkvæmdum á Bakka v. Húsavík. Nú þarf hann að standa af sér væntanlegt moldviðri þar um, að hann sé ekki trúr "Fagra Íslandi", stefnu síns eigin flokks.
En hvað er "Fagra Ísland" í raun; er það ekki að landsbyggðin geti haldið velli og fengið sinn skerf af náttúrauðlindum landsins? Loksins komu mótvægisaðgerðir sem eru raunhæfar og munu skapa velsæld byggðum fyrri norðan.
Álversyfirlýsing undirrituð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 03:58 | Facebook