Skoðanakönnun - ekki marktæk!?

Til hvers er verið að gera skoðanakönnun um hvort fólk vilji frekar Dag B. Eggertsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur? Hún hefur  ekki hafið störf sem borgarstjóri og á eftir að sýna hvað í henni býr? Ekki raunhæft að bera þau Hönnu Birnu og Dag B. Eggertsson  saman á þessu stigi. Könnunin sýnir tæplega marktæka niðurstöðu.

 

Sama má segja um fylgiskönnunina. Hefur ekki raunhæft gildi miðað við þann óróleika sem hefur verið í borgarstjórn. Þar á Samfylkingin ekki minni þátt þótt henni virðist hafa tekist í bili að fegra ásýnd sína. Ef til vill er framagreind skoðanakönnun liður í markvissri (falskri) ímynd sem Samfylkingin er að skapa sér? 

 


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband