"skin og skúrir á landsmótum hestamanna"

Hvassviðrið á Landsmóti hestamann við Hellu leiðir hugann að öðru landsmóti á Þingvöllum í júlí árið 1970. Við lögðum upp í góðu veðri  tíu saman frá Borgarfirði  sem leið lá  yfir Uxahryggi til Þingvalla. Allt gekk vel náðum á leiðarenda fyrir kvöldið gengum frá hestum og tjölduðum. Að kveldi  annars dags á landsmótinu  gekk á með stormi, snjóaði í fjöll og máttum við þakka fyrir að missa ekki tjöldin um nóttina en þau rifnuðu illa.Svo kalt var um nóttina að vatn fraus á vatnsbrúsum okkar. Veðrið versnaði enn næsta dag og tekið það ráð að gista á Laugarvatni, aka á milli og gekk það vel. Þorkell  Bjarnason þáverandi hrossaræktarráðunautur  útvegaði  okkur húsnæðið og er ég honum enn  þann dag í dag þakklát fyrir að leysa okkur úr vosbúðinni. Gengu sýningar þrátt fyrir allt vel og náðum við góðum árangri í kynbótasýningum.

Enn dró ský fyrir sólu. Þegar  við komum eldsnemma til Þingvalla á sunnudagsmorguninn  blasti  við hörmurleg sjón rjúkandi rústa af bústað forsætisráherrans. Forsætisráðherrahjónin höfðu farist í eldsvoða um nóttina ásamt barnabarni sínu. Eftir það varð engin gleði í huga þennan síðasta dag landsmótsins.

Það var þögull hópur sem lagði af stað yfir Uxahryggi að kveldi sama dags. Náðum við til Oddstaða í Lundarreykjadal undir morgun þar sem við fengum góðan viðurgjörning eftir kalda nótt.  
mbl.is Mikið hvassviðri á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband