2.7.2008 | 17:50
Ferðaþjónusta - veldur umhverfisspjöllum?
Takmarkaður aðgangur að náttúrperlum er eðlileg afleiðin aukinnar ferðamennsku hér á landi. Aukin ferðamennska kallar á skipulagningu; - aðgangur að viðkvæmum stöðum sé takmarkaður eða sumum tilfellum bannaður. Erlendis er slík þróun miklu lengra komin. Það er ekki nóg að fjölga sífellt ferðamönnum án þess að byggja jafnframt upp verndun á náttúrperlum, þær séu ekki skemmdar eða eyðilagðar.
Áherslan hjá umhverfisverndarsinnum hefur legið nær eingöngu í að banna virkjanir en lítið heyrst um verndun náttúrunnar gagnvart of miklu álagi ferðamanna. Hver maður getur séð að þegar ferðamenn hingað fara að skipta milljónum manna geta orðið óbætanleg náttúruspjöll í framtíðinni.
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook