Leikfangabangsar fullir af örverum - smithætta milli barna?

 Athyglisverð frétt í Mbl.  (2.07 í gær) um að leikfangabangsar séu fullir af örverum  geti valdi smithættu hjá börnum. Nú eru oft leikfangadagar í leikskólum/skólum þar sem börn koma með sína bangsa er getur aukið smithættuna. Ættu  foreldrar og kennarar að fara gætilega ef fréttin er á rökum bygg en hún er höfð eftir dönskum sérfræðingi. Þá ættu leikskólar/skólar ekki að hafa leikföng sem geta borið smithættu milli barna og ekki er hægt að þrífa. Stundum virðist vera mikið um kvef meðal barna í leikskólum hvort sem það er vegna leikfanga heima eða í skólanum eða öðrum ástæðum. Ljóst er að leikföng í skólum bera smit með skjótum hætti milli barna ef rétt reynist, að þeir séu fullir af hori og slefi frá börnunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband