3.7.2008 | 22:10
Mbl - engin tengsl við Austurland?
Mbl hefur nú dregið saman seglin og sagt upp blaðamanni sínum á Fljótsdalshéraði heimabyggð minni. Sú var tíðin að Mbl gaf út útdrátt úr blaði sínu er nefnt var Ísafold og Vörður er sérstaklega var ætlaða landsbyggðinni og kom einu sinni í viku. Amma mín fékk blaðið og sögðu þeir fyrir sunnan að það væri henni að kostnaðarlausu. Hún varð hissa þar sem hún hafði stofnað "kommúnista-sellu gegn "kapítalinu" í sinni sveit með Gunnari Benediktssyni - er þótti mikil ósvinna. Þá kom pósturinn í stórum "búnkum"einu sinni í hálfum mánuði í sveitinni. Við börnin rifumst um að lesa Ísafold og Vörð meira en Þjóviljann; þótti ömmu minni nóg um það dálæti þótt hún læsi Vörð engu minna svona í laumi. Síðan flutti amma mín suður og dó en alltaf kom Ísafold og Vörður á heimili okkar í nafni hennar meðan blaðið kom út.
Nú er ekki einu sinni hægt að hafa blaðamann fyrir austan. Gæti ekki Mbl gefið Ísafold og Vörð út aftur og staðið undir því nafni að vera blað allra landsmanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2008 kl. 00:06 | Facebook