10.7.2008 | 11:13
Þjóðin á ekki kvótann?!
Munar um minna í þjóðarbúið. Sterkar raddir í landinu reyna alltaf að gera eins lítið úr sjávarútveg og mögulegt er þótt hann sé ein sterkasta stoðin í útflutningi okkar enn sem komið er. Útgerð og sjómenn mega helst ekki hafa sæmilega afkomu þótt oft sé lögð nótt við dag að bjarga verðmætum. Slagorðið er "þjóðin á kvótann" en hver hefur gefið henni kvótann? Við búum sem betur fer ekki við "rússneskt stjórnarfyrirkomulag" ; - er verður vonandi aldrei þar sem hervernduð yfirstétt kúgar og skammtar þjóðinni "skít úr hnefa"- nema þegar og ef ESB fer að skammta okkur kvótann eftir sínum hagsmunum.
Aflaverðmætið 80 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook