Innflutningur landbúnðarafurða - ekki hagsmunir neytenda

Viðtal í morgunútvarpi RUV greindi frá því að Bændasamtökin  vinna að athugasemdum við frumvarp innflutnings á landbúnaðarafurðum er liggur fyrir Alþingi. Ekki að ástæðulausu bæði vegna sýkingarhættu og innflutnings sem á að vera neytendum í hag ;en fyrst og fremst innflytjendum í hag. Umdeilt er hrátt kjöt sem  koma á markaðinn er óvíst  um framkvæmanlegt  eftirlit. Hvað hefur gerst í Danmörku við svipaðar aðstæður? Þar hefur innflutningur aukist um 70% og valdið alvarlegri salmonellusýkingu og dregið fjörutíu manns til dauða á skömmum tíma sem vitað er um nýlega. Landbúnaður hér á landi er laus við marga sjúkdóma í búfé sem eru landlægir bæði vestan hafs og austan.

Hér eru hagsmunir neytenda ekki hafðir að leiðarljósi heldur gróðasjónarmið verslunarinnar sem vill umrætt frelsi í skjóli þess að matarinnkaup verði ódýrari. Þegar til lengri tíma er litið þá verða sýkingar landlægar í mönnum og skepnum; - við bærist hækkandi  heimsmarkaðsverð á matvælum sem er óhjákvæmileg staðreynd. Mesta hagsmunamál okkar er að varðveita okkar landbúnaðarafurðir með skynsamlegum hætti til framtíðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband