12.7.2008 | 10:40
Ískensk menning; - frjáls hugsun fjötruð innan ESB
Vel gefnir Mbl-bloggarar skrifa af mikilli hrifningu um hvað við förum mikils á mis utan ESB. Rökin eru að þá verði menning okkar fátækari en ella ef ekki verða bein tengsl gegnum ESB. Hvenær hefur menning okkar við Evrópu blómstrað best? Þegar við vorum frjáls þjóð héldum siglingum til og frá landinu frá upphafi landnáms. Þegar erlend vald náði undirtökum hófst menningarleg niðurlæging okkar. Stærsta skarðið var rifið í okkar menningarlegu verðmæti þegar katólsk trú var lögð niður; klaustur og kirkjur rænd og rupluð. Guði sé lof fyrir Árna Magnússon er náði að bjarga nokkru af fornritum okkar með hjálp góðra manna í landinu. Tæplega þarf að lýsa hvað einokunarverslunin sem fylgdi í kjölfarið gerði okkar enn fátækari en ella; dró úr atgervi þjóðarinnar bæði efnahagslega og menningarlega.
Telja má að menning okkar verði blómlegri utan ESB. Við verðum aflögfær af menningu eins og umrædd menning blómstraði áður fyrr er við vorum sjálfráða. ESB reynir allt til að koma ríkjum undir pilsfald sinn með styrkjum til einstaklinga og stofnana. Hænir að sér menntamenn/listamenn í öllum greinum til að öðlast tiltrú þeirra. Öll frjáls hugsun á að vera innan rammans í Brussel; falla að skrifræðinu þar.
Skemmst að minnast þeirra rithöfunda sem voru í hávegum hafðir í Þýskalandi í þúsund ára ríkinu, greinda, góða en trúgjarna hugsjónamenn er héldu að nú yrði öllum þjóðum borgið.
Má nefna Knut Hamsum einn mesta rithöfund Norðmann eða Gunnar Gunnarsson dansk-íslenskan einn mesta rithöfund okkar - og Dana.
Góða helgiFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook