13.7.2008 | 06:01
Stórkaupmenn í vanda - segja sig til sveitar?
Undarleg bænaskrá stórkaupmanna hvað eru þeir að biðja um? Eru þeir á kúpunni og geta ekki selt neitt innanlands vegna þess að ekki eru neinir fjársterkir kaupendur lengur? Sauðsvartur almúginn hefur nóg með sig enda eytt um efni fram eins og hvatt var til af peningavaldinu meðan hægt var að tala upp verðmæta pappírspeninga er ekki reyndist svo innstæða fyrir hérlendis eða erlendis. Einfaldlega þjóðin eyddi umfram það sem aflað var.
Verða stórkaupmenn ekki að hagræða í rekstri sínum og draga saman seglin eins og aðrir? Ekki kom fram í bænaskránni að umræddir kaupmenn ætluðu að leggja sitt af mörkum í þjóðarsáttina. Tæplega raunhæft að hlaupa til og "ganga á mála" hjá ESB við erfiðar aðstæður?; með skjótum hætti til þess að stórkaupmenn þurfi ekki að segja sig til sveitar?
FÍS lýsir miklum áhyggjum af ástandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook