12.8.2008 | 18:33
Ráðherrar ekki í kreppu - aðgerðarleysi raunhæft
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar ritstjórnarpistil í Mbl í dag um allt og ekkert. Væntanlega um efnahagsmálin án þess að koma með frambærileg rök um aðgerðarleysi ríkistjórnarinnar; hvers vegna ráðherrar ríkistjórnarinnar eru í kreppu?
Vissulega er efnahagslegur vandi mikill. Nýfengið frelsi notuðu fjármálafyrirtæki/bankar til óhóflegra lánastarfsemi bæði til fyrirtækja og almennings; að því er viðrist án raunhæfs greiðslumats og oftrú á gróða fyrirtækja er nú verða mörg hver gjaldþrota. Offramleiðsla varð á nýjum íbúðum, verðið féll niður fyrir eignarvirði. Sem betur fer tókst ekki að leggja íbúðarlánasjóð niður og mun hann væntanlega skuldbreyta íbúðarlánum fyrir þá sem verst eru settir.
Ef einkabankarnir geta ekki stjórnað fjármálum sínum þá er skárri kostur að ríkið taki þá yfir á nýjan leik. Ekki furða þótt ríkistjórnin hiki við að taka erlent lán með háum vöxtum fyrir hönd ríkisins. Ríkið verður að eiga fyrir skuldum sínum en ekki eyða meiru en aflað er.
Þess vegna er aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar raunhæf stefna þangað til menn gera sér grein fyrir því að eyða ekki um efni fram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook