13.8.2008 | 01:54
Virkjun við Húsavik strax - þótt það kosti stjórnarslit
Einkennileg tilviljun þegar jafnaðarmenn eru í ríkisstjórn eru kjör dreifbýlis skert, allt fjármagn skal á höfuðborgarsvæðið. Þegar kratarnir komust til valda þar áður voru veiðiheimildar smábáta skertar þannig að veiðin stóð ekki undir rekstrarkostnaði; betra var að leigja kvótann til stærri báta en veiða hann eða hætta rekstri. Þessi ríkistjórn gerði "enn betur" og skerti þorskkvótann svo að bæði stærri og smærri bátar voru skertir hringinn í kringum landið og atvinnulífið lamað verulega. Allt í nafni verndunar þorskkvótans sem verður að teljast vafasöm aðgerð.
Aðgerðir sem eru nauðsynlegar er að draga strandlínu um fiskimiðin þar sem stærri skip mega ekki veiða; hafa þar jafnframt rýmri kvóta eða engan en bátar fái að veiða og leggja upp í heimabyggð án þess að sett verði á þá vistarband sem fylgir byggðarkvótanum.
Nú er sami leikurinn leikinn með virkjunina á Húsavík og náttúrlega í nafni náttúruverndar - en er ekki hugtakið náttúruvernd afstætt hugtak? Eru það ekki umhverfisspjöll og mannréttindabrot að eyða byggðum landsins með lagasetningu eins og þessi ríkisstjórn/jafnaðarmenn viðrist stefna að? Síðan á að byggja upp "listagallerí" og ferðamannaiðnað sem mótvægisaðgerðir til afkomu fyrir það fáa fólk sem eftir er eða er á förum. Ferðamannaiðnaður einn og sér er ekki til framtíðar; heldur er áherslan nú að fyrir sé blómlegt mannlíf er byggir á eigin afkomu og menningu samtímis.
Kárahnjúkavirkjun hefur styrkt atvinnulíf - og jafnframt ferðamannaiðnaðinn á Austurlandi og er til fyrirmyndar. Stórvirkjun á Húsavík mun hafa sömu áhrif og á fullan rétt á sér.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera hræddur um stjórnasamstarfið ef hann beitir sér fyrir blómlegu atvinnulífi úti á landsbyggðinni sem er óþarfi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun ekki fá nægan meirihluta til stjórnarmyndunar þótt hún stökkvi úr ríkisstjórn - og það hlýtur henni að vera vel ljóst.
Þá stendur Geir Haarde með pálmann í höndunum hvort sem er með Framsókn og Frjálslyndum eða Vinstri græna með skilyrðum um að axla ábyrgð í ákvarðanatöku.
Þórunn ræddi við Húsvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook