13.8.2008 | 15:11
Stjórnleysi borgarstjórnar Reykjavíkur
Stjórnleysið í borgarstjórn Reykjavíkur síðan Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fór frá er óviðundandi fyrir alla landsmenn og verður að linna. Ef Framsókn fer aftur í borgarstjórn þá er skynsamlegt að það sé með þeim hætti að núverandi borgarstjóri Ólafur F. Magnússon verði með í samstarfinu. Sjálfstæðismenn í borginni verða að sætta sig við að þeir hafa ekki meirihluta. Ólafur hefur staðið sig með ágætum þótt sótt hafi verið að honum markvisst í fjölmiðlun annars vegar þegar hann réði Jakob Magnússon hins vegar þegar hann lét aðstoðarmann sinn fjúka. Hvernig á borgarstjórinn að starfa ef hann hefur ekki stuðning af samstarfsmönnum sínum? Ekkert annað að gera en að þeir taki pokann sinn og aðrir trúverðugir ráðnir í staðinn.
Þáttur fjölmiðla í framagreindum aðgerðum gegn borgarstjóra er ámælisverður. Skemmst er að minnast viðtals i Ríkissjónvarpinu þar sem var komið fram við borgarstjórann með ósvífni og hroka. Borgarstjórinn komst vel frá viðtalinu en er RÚV til háborinnar skammar. Hvað gengur stjórnendum Kastljóss til að koma fram með siðlausum hætti? Er það til að geta komið höggi á borgarstjórann og hvaða hagsmunir standa þar að baki? Er ekki kominn tími til að sjónvarpsstjórinn Páll Magnússon ráði stjórnendur við Kastljós;er koma fram með hlutlausum og siðlegum hætti samkvæmt lögum um ríkissjónvarpið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook