18.8.2008 | 17:24
Borgarstjórn dæmd fyrir fyrirfram.
Hvers vegna á að dæma nýjan borgarstjórnarmeirihluta áður en hann tekur til starfa?.Skoðanakönnun þar sem raunveralega 300-400 manns (Fréttablaðið) tóku þátt er til þess ætluð að tortryggja meirihlutann fyrirfram í borgarmálum; málefnin eru aukaatriði. Svo eru fegnir stjórnmálafræðingar til að leggja blessun sína yfir vísindin, síðan koma fjölmiðlar og birta niðurstöðuna með miklum fyrirgangi.
Erfitt verður fyrir borgarmeirihlutann að verjast slíkum árásum. Ef til vill verður hann að ráða sér talsmann við hlið borgastjóra til að kynna þau málefni reglulega sem borgarstjórn er að vinna fyrir borgarbúa.
Ekki er þar með sagt að borgarstjóri svari ekki fyrir ákvarðanatöku sína. En framagreind skoðanakönnum gefur til kynna að nauðsynlegt er fyrir borgarstjórn að hafa sífellt á vakt í fjölmiðlum til að verjast árásum þar sem beinlínis er verið að veikja borgarstjórn án þess að málefnin skipti máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook