19.8.2008 | 15:51
Geir og Davíð - með rétta stefnu í efnahagsmálum
Ungur hagfræðingur Jón Steinarssoner er kom fram í fjölmiðlum í gær og dag, telur gagnrýni á ríkistjórnina um að taka ekki 500miljarða lán til bjargar bönkunum ósanngjarna. Að óumflýjanlegt sé að halda vöxtum háum og ekki megi veikja verðbólgumarkmið seðlabankans. Þegar til lengri tíma sé litið þá sé líklega besta lausnin að taka upp evruna til að kom í veg fyrir gengissveiflur.
Hagfræðingurinn telur nú betri lausn að ríkið gæfi út skuldabréf í erlendri mynt er bankarnir fengu í skiptum fyrir innlend skuldabréf. Þótt ríkisjóður taki á sig gengisáhættu með útgáfunni sé staðan í dag með þeim hætti að líklegra er að ríkið græði enda gegnið nú mjög lágt.
Að taka 500miljarða lán með árlegan vaxtakostnaði upp á 15milljarða telur hagfræðingurinn vera dulbúinn ríkisstyrk; bankarnir eigi sjálfir að bera kostnað af starfsemi sinni erlendis þótt það hefði þær afleiðingar að bankarnir flyttu erlenda starfsemi úr landi. Með því byggist samkeppnishæfni Íslands á fólkinu og skattumhverfinu stjórnkerfið sé gott og skilvirkt en byggist ekki á einhvers konar niðurgreiðslu.
Framangreint álit virðist styðja þá stefnu er Davíð Oddsson seðlabandastjóri stendur fyrir og einnig stefnu Geirs Haarde í ríkistjórninni þar sem hann hikar eðlilega við að setja 15milljarða árlega byrði á ríkisjóð/almenning til bjargar einkavæddu bönkunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook