20.8.2008 | 16:49
Nýr borgarstjóri - erfið staða?
Nú mun taka til starfa nýr borgarstjóri innan tíðar er eflaust hefur fullan hug á að standa sig í starfi en hvert er hið raunverulega bakland borgarstjórans? Munu borgarfulltrúar standa með Hönnu Birnu eða verður viðvarandi ástand áfram eins og þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var við völd þar sem hann hafði ekki fylgi í eigin baklandi. Líklegt má telja slakt fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni fyrst og fremst fyrir ósamstöðu fulltrúanna innbyrðist. Þótt Hanna Birna hafi pólitískan stuðning í Sjálfstæðisflokknum mun það ekki duga ef áfram heldur óeining í borgarstjórnarflokknum.
Almenningur er þreyttur á innbyrðis deilum og ótryggum borgarstjórnarmeirihluta sem ekki ræður við að stjórna borginni. Það sem er ráðandi í umræðunni í dag er hver fylgir hverjum og verður þessi meirihluti varanlegur? Ef ekki verður tekið á efnahagsmálum borgarinnar í samstarfi við starfsmenn hennar til hagsbóta fyrir almenning þá getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki búist við fylgi í næstu kosningum;jafnvel þótt núverandi borgarfulltrúum verði skipt út í næsta prófkjöri flokksins fyrir slakt gengi.
Undirrituð er á engan hátt að leggja stein í götu Hönnu Birnu sem borgarstjóra en aðeins að reyna að túlka skoðun grasrótarinnar sem ef til vill kemur fram í fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Telja má að Óskar Bergsson muni verða góður til samstarfs en dugar skammt ef ekki ríkja innbyrðis heilindi hjá samstarfsflokknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2008 kl. 17:26 | Facebook