18.9.2008 | 15:52
Ekkert áfall fyrir kristna trú - eða þjóðkirkjuna.
Út frá kristinni hugsun er það ekkert áfall eða úrslitadómur fyrir þjóðkirkjuna þótt einn sóknarprestur hennar hafi orðið sekur um ósæmilegt athæfi. Þjóðkirkjan og starfsmenn hennar erum við sjálf sem í henni erum með brigðum okkar og brestum og ekki hægt að útiloka svona atvik fyrirfram. Mikill harmleikur er orðinn en við verðum samt að horfa fram á veginn í trú, von og kærleika þrátt fyrir umrætt atvik; að kristin trú er þrátt fyrir allt sá besti vegur sem við getum farið - og reynt að feta fótspor Krists með kærleika og umburðarlyndi.
Engin úrræði geta orðið nema þegar afbrotið er uppvíst og viðkomandi tekur út sinn dóm ef rétt reynist. Engin ástæða að tengja atvikið starfi þjóðkirkjunnar eins og Stefán Friðriksson heldur fram eða ala á óþarfa tortryggni í garð kirkjunnar að ástæðulausu.
Séra Gunnari veitt lausn frá embætti tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook