Lýðskrum - eða blákaldur veruleiki

 Eftir að hafa hlustaða á forstjóra Glitnis í silfri Egils (RUV) vaknar sú spurning hvort umræðan um efnahagsmál hér á landi er lýðskrum eða skynsamleg umræða um staðreyndir í hagstjórn efnahagslífsins? Forstjórinn taldi nauðsynlegt að ná jafnvægi í gengismálum og að nú  væru merki um bata í jafnvægi útflutnings og innflutnings Þá hefur forsætisráðherra bent réttilega á nýtingu auðlinda til að viðhalda góðum lífskjörum og blómlegu atvinnulífi. Framangreind sjónarmið eru forsenda fyrir jafnvægi í gengi krónunnar og um leið jafnvægi í þjóðarbúskapnum. -  Davíð Oddson seðlabankastjóri virðist hafa rétt fyrir sér um að fyrirtæki og almenningur verði að taki til í eigin ranni;  haga viðskiptum sínum í samræmi við efnahagslegna veruleika - annað er lýðskrum.

Forsendur til að bjarga fjármálum okkar með skiptingu gjaldeyris yfir í Evru er ekki handan við hornið heldur ákvörðun þegar og ef við náum jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Sorglegt hvernig umræða umhverfisinna er sett fram í fjölmiðlum í auðlindamálum okkar. Helst má ekki nota orkuna til hagkvæmra framleiðslu í svokölluðum álverum til útflutnings en engar tillögur um hvað betra á að koma í staðin. Umræðan gegn nýtingu auðlinda minnir einna helst á mótmæli lagningar símans hér á landi eða baráttan gegn togaraútgerðinni til að koma fiskinum í verðmæti fyrir þjóðarbúið á sínum tíma.

 

Það er blákaldur veruleiki eða öllu heldur fagnaðraefni að við eigum ríkulegar auðlindir er við eigum að nota okkur til hagsbóta í framtíðinni. Þann veruleika mega óábyrgir umhverfisverndarsinnar og blaðamenn/stjórnmálamenn ekki fá að úthrópa sem "eyðileggingu" á umhverfinu án þess að vera með nein frambærileg rök eða úrræði hvernig við eigum að byggja upp atvinnu og góð lífskjör í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband