1.10.2008 | 12:51
Barnanleg nauðvörn Bónusforstjórans - "Mýrarljós í fjármálakreppunni"?
Enn heldur Jón Ásgeir Jóhannesson áfram að persónugera fjármálavandræði sín í Davíð Oddssyni seðlabankastjóra í örvæntinga sinni eða "barnaskap." Hluthafar verða að axla sína ábyrgð og taka á sig taprekstur í óraunhæfri fjárfestingu að því er virðist. Annars er hætt við að mat í fjárfestingum yrðu ekki nægilega ígrundaðar.
Hvað með almenning í landinu á hann að taka á sig töp í fjárfestingum stóreignamanna? Hefur nóg með sig í kreppunni. Jón Ásgeir virðist ekki hafa mikla samúð með sauðsvörtum almúganum þegar á að lána eða "gefa" stóran hluta þjóðartekna í Glitni sem ekki var nein tygging fyrir að næði landi í vandræðum sínum.
Það er sauðsvartur almúginn sem heldur uppi Bónusverslunum með viðskiptum sínum sem greidd eru út í hönd. Ráðlegg Jóni Ásgeiri að ávaxta þann gróða með mikilli yfirvegun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook