Kristinn H. Gunnarsson - talsmaður Baugsveldis?

Undirrituð hefur  haft samúð með Kristni Gunnarssyni vegna þess að oft virðist sem hann hafi tæplega haft málfrelsi í þeim flokkum sem hann hefur fylgt. Enga samúð er hægt að hafa með málflutningi Kristins í Kastljósi í kvöld um að Seðlabankinn hafi ólöglega tekið Glitni eignarhaldi við mjög slæmar aðstæður. Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug, að ekki hafi verið kannaður vilji beggja stjórnaflokkanna auk þess var stjórnarandstaðan samþykk yfirtöku Glitnis? Málið er í eðlilegum farvegi og eflaust verður leitað formlega eftir samþykkt Alþingis en  breytir ekki stöðunni  að málefni Glitnis gátu ekki beðið eftir umræðu og afgreiðslu Alþingis er hefði getað leitt þjóðarbúið í strand með skelfilegum afleiðingum er hefði gert út um trúverðugleika fjármálakerfisins um ófyrirsjánanlegan tíma.

Skýrt kom fram í máli Péturs Blöndal í umræddum þætti að ríkistjórnin geti tekið skjótar ákvarðanir ef mikill vandi steðjar að eins og í Glitnismálinu. Þessa ákvörðun varð að taka áður er markaðir opnuðust á mánudagsmorgun um það er ekki nokkur vafi.

 Nú hefur Kristinn Gunnarsson fengið tækifæri til að losa sig alveg frá þingmennsku og gerast talsmaður Baugsmann áreiðanlega vantar þá sárlega slíkan mann sem allra fyrst; ekki munu margir sækjast eftir þeirri stöðu eins og málum er komið. Næg verkefni eru til staðar. Sigurður Guðjónsson formaður Glitnis (fyrrverandi?) sagði á Stöð2 í kvöld, að fyrir hendi væru mjög góð veð þótt Seðlabankinn tæki ekki mark á þeim. Nú er bara að hefjast handa fyrir Kristinn H. Gunnarsson að kynna  sér málin svo Baugsmenn geti keypt bankann aftur áður en hluthafafundur skellur yfir í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband