2.10.2008 | 11:07
Davíð sjálfsagður í Þjóðstjórn.
Ef rétt reynist að Davíð hafi viðrað hugmynd um þjóðstjórn þá er fjármálakerfið í meiri kröggum en komið hefur fram. Davíð Oddson, seðlabanalstóri er sá maður sem hefur hugrekki og vitsmuni til að taka á erfiðum málum og verður sjálfsagður þjóðstjórnina. Núverandi stjórnarflokkar ættu að eiga þar þar fulltrúa (Geir og Ingibjörgu). Þá mætti hugsa sér Ögmund Jónasson og jafnvel Guðjón A. Kristjánsson. Einhvern ábyrgan staðafastan Framsóknarmann en dettur enginn í hug svona í skyndi fyrir þetta blogg. Þá mætti hugsa sér formann bændasamtakann, fulltrúa frá verkalýðshreyfingunni og einn frá sjávarútvegsmönnum. Þessar uppástungur eru með fyrirvara og gætu breyst við nánar íhugun.
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook