Samfélag - nýtt gildismat - kristileg gildi

Þá hefur böndum verið komið á fjármálkerfi/skrímsli þjóðarinnar. Skrímslið  hefur gegnsýrt samfélagið á flestum sviðum undanafarinár - þótt sárt sé að sjá eftir Landsbankanum  Allt hefur verið gert til að hvetja landann til að kaupa sem mest. Eyða og spenna er það sem allt hefur snúist um; hundrað% lán, kaupa bíla og aftur meiri bíla, eiga flottasta bílinn, rífa húsin af grunni byggja ný; til að vera meiri og betri þjóðfélagsþegn og tekinn gildur í samfélagi græðginnar og frjálshyggjunnar.
 
Afurð þessa nýja græðgis/neyslu þjóðfélags lætur ekki á sér standa. Kaupæði, slagsmál og fyllerí eru mikilvægustu gildin er rífa niður samfélagið innan frá og ógna  siðferðilegum gildum er allt mannlíf byggist á ; eftir stendur óreiða/anomy í öllu mannlífi er ógna heimili og fjölskyldu, hornsteini þjóðfélagsins. Listin er að einhverju leiti snúin upp í andhverfu sína eftir fréttum um erfiðleika Sinfónýjuhljómsveitarinnar er notið hefur styrkja frá Stoðum er rekin á peningum sem ekki er innstæða fyrir.
 
En aldrei er öll von úti. Upp úr rústunum mun rísa nýtt samfélag þar sem gildin verði á verðmæti sem mölur og ryð fær ekki grandað, samfélag þar sem fjölskyldan/stórfjölskyldan verður í fyrirrúmi. Þá er mikilvægt að hafa kristin gildi að leiðarljósi þar sem kærleikur og umburðarlyndi verða kirkjan okkar óháð steinsteypu og glamúr.

mbl.is „Allt gengur sinn vanagang“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband