7.10.2008 | 20:48
Davíð seðlabankastjóri fái stórriddarakrossinn
"Nú veit þjóðin hvar Davíð seðlabankastjóri keypti ölið"eftir viðtalið í sjónvarpinu í kvöld. Hann ætlar ekki að láta almenning í landinu greiða skuldir sem stofnaðar voru á glæfralegan hátt.
Davíð Oddsson ætti að fá stórriddarakrossinn fyrir að standa vaktina í seðlabankanum með þrautseigju og útsjónarsemi þrátt fyrir óskaplegan árróður sennilega að undirlagi "fjárglæframanna" .
Forseti vor ætti að afhenda Davíð krossinn við hátíðalega athöfn á Bessatöðum í lok áramótaræðu sinnar n.k. áramót.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook