"Neyðin kennir naktri konu að spinna"

Þá hefur tekist að slökkva verstu eldana hægt að hefja endurreisn fjármálakerfisins. Telja verður  Kaupþingsbanka öruggan - fyrst um sinn. Getum hjálpað til með að versla sem mest íslenskt  velta fyrir  okkur hvað ekki er nauðsynlegt að kaupa. Mun koma í ljós að hægt er vera án margra hluta en  skorta ekki neitt;  uppgötvum ný tækifæri og gleðjumst yfir að baka pitsuna okkar heima um helgina - eigum ef til vill afgang af helgarpeningum. Við erum orðin ábyrgir fjármálstjórar heimilisins.
 
Get sagt litla sögu af sjálfri mér fyrir 30árum. Keypti mér bíl er nauðsynlegt var vegna aðstæðna (ódýran) fékk lán hjá tryggingarfélagi með góðum vöxtum. Vinnan var stopul og tekjurnar stóðu ekki undir þeim skilmálum sem gengið hafði verið að. Þrisvar varð ég að semja um skuldbreytingu. Setti mér markmið hvern mánuð í peningamálum greidda alltaf eitthvað; átti meira segja stundum svolítinn afgang skorti aldrei  neitt. Það var gleðidagur þegar skuldinni lauk  eftir fimm ár en síðan hef ég aldrei tekið bílalán - gat  ekki  verð örugg um tekjur svo bágt var atvinnuástandið þá úti á landi. Happy

mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband