9.10.2008 | 11:44
Samfélagsgildi er mölur og ryð fær ekki grandað
Ríkissjóður hefur nú tekið yfir þrjá stærstu banka landsins, ekki sér fyrir endann á gjörningaveðri fjármálann. Virðist vera að bankarnir hafi breyst úr einkavæðingunni í "óstöðvandi skrímsli er teygja sig langt út fyrir íslenskan veruleika, leika þann leik að sá græðir mest er nær að gefa hinum "náðarhöggið í hnattrænu pókerspili fjármálanna.
fjármálskrímslinhafa gegnsýrt samfélagið á mörgum sviðum undanfarin ár. Almenningur hvattur til að kaupa sem mest, taka hundrað% lán, kaupa hlutabréf, kaupa nýja bíla, eiga flottasta bílinn, rífa húsin af grunni, byggja ný; til að vera meiri og betri þjóðfélagsþegn, tekinn gildur í samfélagi frjálshyggjunnar og græðginnar.
Aukaafurð "græðgiþjóðfélagsins" er kaupæði, slagsmál og fyllerí er rífur niður samfélagið innan frá, ógnar gildum er siðlegt mannlíf byggist á. Eftir stendur óreiða í samfélaginu er setur fjölskyldur og heimili í uppnám, sjálfan hornstein samfélagsins.
Ekki er ástæða til að örvænta vonin um betri lífsgildi stendur eftir og mun lýsa upp nýjan veruleika. Upp úr rústunum mun rísa samfélag þar sem gildin eru verðmæti sem mölur og ryð fær ekki grandað, samfélag er setur heimili/fjölskyldur í forgang. Þá er mikilvægt að hafa kristin gildi að leiðarljósi þar sem kærleikur og umburðarlyndi verða kirkjan okkar óháð efnislegum verðmætum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook