10.10.2008 | 11:25
Landbúnaður - matvælaöryggi - kaupum innlendar vörur.
Mikilvægt að íslenskur landbúnaður styrki stöðu sína ekki síst nú þegar erfiðleikar í fjármálum þjóðarinnar eru ógnar miklir. Nú er vonandi öllum ljóst að landbúnaður í eigin landi er okkar forðabúr nú og um alla framtíð. Augljóst að tryggja verður áframhaldansi framleiðslu með öllum ráðum - greiða niður áburð ef annar kostur er ekki í stöðunni.
Til þess þarf ekki að koma ef hægt verður að lækka vexti þá má ætla að krónan styrkist þrátt fyrir núverandi erfiðleika. Nú reynir á samstöðu og þolinmæði allrar þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður geta allir lagt sitt af mörkum með innlendum innkaupum sem allra mest.
Bændur hafa áhyggjur af stöðu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook