"Egill Helgason í hlutverki Gróu frá Leiti"?

Ef Egill Helgason þáttastjórnandi/álitsgjafi vill vera trúverðugur í starfi sínu  getur hann ekki tekið að sér hlutverk Gróu frá Leiti í málflutningi  sínum eins og átti sér stað Kastljósinu í gærkveldi þegar mál vikunnar voru rædd. Það bar Davíð Oddsson á góma og tók Egill undir þá gagnrýni  með  tilvitnun í tvo hagspekinga er hefðu hringt í hann orðlausir  eftir viðtalið við Davíð í Kastljósinu, áttu ekki orð yfir framkomu hans. Óviðeigandi málflutningum þar sem orð hagspekinganna þurftu ekki að koma fram; nægilegt að þeir tjái sig orðlausir í síma við Egil Helgason.
 
Hagspekingar eru góðra gjalda verðir en ekki þeim til framdráttar að vitnað er til þeirra  eins og alvitrir séu þurfi  engan rökstuðning við sitt mál. Undirrituð er ekki alltaf sammála Gylfa Magnússyni hagspekingi en hann flytur sitt mál vel og röklega vekur til umhugsunar um að hver  og einn geti spurt röklegra spurninga.
 
Það er krafa til Ríkissjónvarpsins að þar sé gætt hlutleysi þótt mismunandi skoðanir geti komið fram. Vaknar sú spurning hvort ekki þurfi fleiri en einn ritstjóra til að meiri breidd komi fram í umræðu Kastljóssins. Umfram allt er hættulegt að búa til álitsgjafa sem helst ekki má mótmæla komi jafnvel  fram í eigin persónu er á að vera nægilegt í umræðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband