Siðlaus aðför Breta

Með ólíkindum að "vinaþjóð" ráðist á okkur  í nafni hryðjuverkalaga og rústi stærsta banka þjóðarinnar sem talið var að stæði vel. Sáttahönd getur ekki verið fyrsta skrefið í sáttargjörð og sleppa sáttaferlinu sem að lokum verður sáttargjörð. Forsætisráðherra okkar taldi lögsókn vera sú leið sem leysti ágreiningin með siðlegum hætti.
 
Hafi Gordon Brown Breta látið til skarar skríða gegn Íslandi til að afla sér vinsælda sem forsætisráðherra er það ekki sæmandi þjóð er vill láta taka sig alvarlega meðal siðmenntaðrar þjóða.
Ekki verður hjá því komist fyrir Ísland en að sækja rétt sinn á hendur Bretum reyna að rétta hlut sinn til að halda virðingu sinni í samfélagi þjóðanna.
 
 
Með virðingaleysi sínu hafa Bretar sýnt að þeir hafa gleymt lífsnauðsynlegri hjálp Íslands í heimstyrjöldinni síðari þegar siglt var með fisk til þeirra yfir hafið á neyðarstundu. Sýndu Íslendingar  hugrekki og fórnfýsi,  misstu fjölda manns og  skip er skotin voru niður af Þjóðverjum;samt var siglt linnulaust allan stríðstímann. Frown

mbl.is Viðræður við sendinefnd Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband