Forsetinn - sameiningartákn

Viðtal við forsetann Ólaf Ragnar Grímsson í Kastljósinu í gærkveldi kallar á hvaða ímynd forsetaembættið ætti að hafa í framtíðinni. “Pólitísk” afskipti forsetans af fjölmiðlafrumvarpinu urðu að líkindum til að þrjátíu þúsund manns skiluð auðu er hann var kjörinn annað sinn. Við bætist stuðningur forsetans með ráðum og dáð við útrásarvíkinganna svokölluðu; ferðaðist um heiminn með  einkaþotum þeirra til að dásama “efnahagasundrið”.

 

Forsetinn hefur og á að hafa neitunarvald gagnvart alþingi  ef til stóráfalla kemur í lífi þjóðarinnar. Reynt var með lögum að setja réttlátan lagarammra um eignarhald fjölmiðla kallaði ekki á afskipti forsetans. Umrædd lög voru sett til að dreifa eignarhald  á fjölmiðlum til að vernda raunverulegt  málfrelsi/ritfrelsi þjóðinni til hagsbóta.

 Umrætt viðtal var tilraun forsetans til að bæta um og viðurkenna mistök sín og er það virðingarvert. Best viðurkennir hann mistök sín; að draga sig í hlé og annar forseti verði kosinn  er gæti orðið óumdeildur,  sameiningartákn þjóðarinnar.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband