14.10.2008 | 20:06
EES fordyr - ESB = sæluríkið?
Samkvæmt lögum EESsvæðisins gátu íslensku bankarnir flutt út sparifé landsmanna.l Allt fjármagn og vinnuafl í frjálsu flæði í nafni jafnréttis og bræðralags innan EES, fordyr áður en innganga verður í eilífðar sæluríki ESB. Íslensku bankarnir fitnuðu eins og púkinn á fjósbitanum, ekkert gat stöðvað þá; urðu 12sinnum stærri en þjóðarframleiðsla Íslands samt er þjóðin ábyrg fyrir innstæðum viðkomandi landa. Við bætist að bankarnir hafa ekki staðið í skilum í tryggingarsjóð innlána aðeins 13milljarðar eru í sjóðnum en ættu að vera 40milljarðar (Fréttablaðið 14.10)
Er ekki sæludraumurinn búinn, stærstu ríki ESB hafa samið sín í milli en Alþjóðgjaldeyrissjóðnum ætlað sjá um minni ríkin? Þau skipta ekki máli þegar alvara er á ferðinni aðeins stærstu ríkin sáust við samningaborðið þegar ESB samdi um efnahagsaðgerðir sambandsríkjanna.
Er draumurinn um eilífðar sæluríkið ESB orðinn að martröð? (Líkt eins og 1000ára ríkið forðum?).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook