"Græddur er geymdur eyrir"- einstæð móðir tapar sparnaði af litlum launum!

Einstæð forsjál móðir sparaði reglulega af litlum launum (Mbl í dag)átti um sjöhundruð þúsund inn  á peningasjóðnum í bankanum; hafði fengið fulla vissu um að sjóðurinn væri öruggur og með bestu vöxtum. Innstæða sem átti að grípa til á ögurstundu ef veikindi eða önnur áföll berðu að dyrum. Samkvæmt reglum útlána eru peningar einstæðu móðurinnar tapaðir án þess að henni væri sagt að þessum sjóði fylgdi áhætta.
 
Ekki ásættanleg niðurstaða að fara með sparnað fólks með svo siðlausri framkomu, að draga ekki fram við viðskiptavini hvaða reglur felast í innlánum. Að framansögðu er siðferðilega réttmætt að einstæða móðirin og þeir sem misst hafa ævisparnað sinn í peningsjóðum bankann verðu bættur skaðinn. 
 
Nauðsynlegt er að setja skýrar reglur um innlán svipað og í Noregi; þar varð banki að leggja inn starfsleyfi sitt vegna þess að sparifjáreigendur/hjón fengu ekki réttar upplýsingar þegar þau báðu um ráð  vegna hlutabréfa sem höfðu fallið í verði. Þjónustufulltrúinn ráðlagði þeim að kaupa meiri hlutabréf sem síðan féllu í verði og ekkert varð eftir að ævisparnaðnum.
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband