17.10.2008 | 06:33
Bæn Gísla frá Uppsölum
Gísli frá Uppsölum (ómeðvitað) minnir um margt á meinlætamenn/einsetumenn fyrri tíma er drógu sig út samfélaginu; álíta má að eyðslu/neyslusamfélagið hafi ekki verið honum að skapi. Þótt Gísli væri oft fjærri raunveruleikanum lifði hann í náttúrulegu jafnvægi með sterkar kristnar rætur er birtast í innilegri bæn til Guðs:
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætið ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook