Hnattræn efnahagskreppa - viðskiptastríð?

Erfitt hefur reynst að fylgjast með eða mynda sér skoðun hvers vegna eða hver er örsök bankakreppunnar? Virðist ekki  jafnvægi í umræðunni  að komast niður á röklegt og siðlegt plan; fremur geysar "viðskiptastríð", allir vilja bjarga eigin skinni?

 

Ýmsar yfirskriftir frétta koma upp í hugann: Davíð talaði af sér, Kaupþing féll? Hvað sagði hann? Íslenska ríkið borgar ekki óreiðuskuldir erlendis? Bretar neyttu aflsmunar og settu Kaupþing á hliðina í krafti hryðjuverkalaga; eru sennilega utan við lög og rétt Alþjóðalaga og  - ESB? Aðalbankastjóri Bandaríkjanna lýsti yfir að björgunaraðgerðir hjá þeim björguðu ekki efnahagsvandanum? Hlutabréf um allan heim féllu í verði. Voru bankastjórarnir viljandi að spila út til að skerpa línurnar í “fjármálakreppustríðinu”?

 

Getur orkað tvímælis fyrir fræðimenn/fræðasamfélög að þiggja styrki í stórum upphæðum   frá áhrifamiklum/fjársterkum  fyrirtækjum? Gæti skaðað viðkomandi  stofunum á háskólastigi bæði inn á við og út á við?

 

Dæmi: Háskólinn í Reykjavík fékk milljarð í styrk, orkar það ekki tvímælis að hagfræðingur á launum geti verið algjörlega “trúverðugur/hlutlaus”? Háskóli Íslands fékk  styrk frá Landsbankanum,  Háskólinn að Bifröst frá Glitni? Allt í sviðsljósi fjölmiðla; er lýstu styrkjunum með mikilli hrifningu af “velgjörðarfyrirtækjunum”.

 

Síðan koma hagspekingar með “palladóma” fremur en yfirvegaðar röklegar skýringar? Að framansögðu hlýtur  að vekja spurningar hvort umræðan geti verið trúverðug? Samkvæmt upplýsingum Egils í Sífrinu hringdu tveir spekingar í hann alveg orðlausir engar frekari skýringar ?

Þá heyrist upphrópunin “reka Davíð og seðlabankastjórnina” með vissu millibili án þess að undirrituð hafi getað myndar sér skoðun; af hverju?

 

Hugleiðing undirritaðrar er upplifun hennar af fréttum með misvísandi upplýsingum er erfitt er að greina. Undecided

 

E.s. Ef tii vill gott útskpil að taka lán frá Rússum samhliða gjaldeyrisjóðnum? Ekki treysta í blindni á "vini okkar og verndara í NATO"? - og ESB?Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband