Brotin sjálfsmynd - herða upp hugann

"Það er dapurlegt að sjá fram á að þurfa að  kenna börnunum sínum að skammast sín fyrir að vera Íslendingur", segir Kristján G Arngrímsson heimspekingur (mbl í dag). Mannleg viðbrögð að fyllast reiði þegar á bjátar. Að stöðvast í  afneitun, horfast ekki í augu við veruleikann, stinga höfðinu í sandinn og skammast sín verður vonandi ekki viðvarandi ástand til frambúðar hjá heimspekingnum.Crying

Meðan ástandið brotin sjálfsmynd varir  yrði  ráðlegast að ræða ekki við börnin. Horfast í augu við bágt efnahagsástand með réttum viðbrögðum og bjartsýni ekki síst barnanna vegna sem munu erfa landið og þurfa á bjartsýni að halda.  Þjóðin á auðlindir og vel menntað fólk eru allir vegi færir þótt í móti blási um stund. Sendi umræddum manni baráttukveðjur og ósk um betri líðan þegar sjálfsmyndin nær jafnvægi.Happy góða helgi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband