20.10.2008 | 11:27
Ísland greiði ekki breskt skuldabrask
"Bretar vilja firra sig allri ábyrgð í þessari deilu. Þeir telja sig geta neytt aflsmunar og kúgað fé út úr íslenskum stjórnvöldum sem eiga í vök að verjast" er millifyrirsögn í Mbl (ídag) greinar Guðna Elíssonar dósents H.Í. þar sem hann skrifar að Bretar ætli að nota sér bága aðstöðu Íslands til sækja greiðslur umfram það sem lög segja til um vegna innlána breskra í íslensku bankana. Landsbankinn í Bretlandi var í einkaeign og réttmætt að fyrrverandi eigendur bankans er eigi miklar eignir í Bretlandi beri siðferðileg ( og lögleg) skylda til að bæta breskum sparifjáreigendum tjónið.
Íslenska þjóðin greiði það sem henni ber samkvæmt lögum en hitt verði Bretar greiða. Breska fyrirtækið Fitch er sér um lánhæfismat varaði bresk stjórnvöld margsinnis við hættunni að fjárfesta í íslenskum bönkum.
Íslenska ríkið á ekki að greiða skuldir sem hún stofnaði ekki til og verða stjórnvöld að standa fast á sínum lögfræðilega og (siðferðilega) rétti gagnvart Bretum. Nákvæmlega átti Davíð Oddson við það sama þegar hann sagðist (í Kastljósi) ekki standa að greiðslum úr Seðlabankanaum fyrir óreiðumenn. Eigendur einkafjármagns geta ekki gengið á skítugum skónum um almannafé og verða stjórnvöld að standa fast á þeim rétti okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook