"Forsetinn á hálum ís"

Blogg Árna Snævars (eyjan) um forsetafrúna í Mbl á sunnudaginn hefur vakið verðskuldaða athygli; skoðanir hans geta verið samnefnari fyrir þá sem eru særðir, reiðir og finnst forsetinn hafa brugðist hlutverki sínu. Bloggið ber vott um særða réttlætiskennd er hann skrifar um "klappstýruhlutverk" , forsethjónanna í aðdáun sinni á "fjármálagörkunum".

Nú ferðast forsetinn um landið í sviðsljósi fjölmiðla til að "hugga þjóðina", þjóð sem er með sært stolt og brotna þjóðarsál. Flestir þekkja ævintýri Andersen um "Nýju fötin keisarans" þar sem keisarinn gekk um  meðal þjóðar sinnar allsnakinn í þeirri trú að hann væri glæsilegastur allra, enginn þorði að segja neitt. Þangað til lítið barn kvað upp úr og sagði, "keisarinn er allsber". 

 

Veit að framangreint blogg er beitt en reiðin og sært stolt braust fram þegar ég las blogg Árna Snævars, takki fyrir Árni það varð að segja sannleikann! Forsetinn er ekki unglingur að hlaupa af sér hornin, forsetaembættið er æðsta embætti þjóðarinnar - sameiningartákn sem forsetinn hefur oftar en ekki sniðgengið á ferli sínum; með áberandi glamúr - og dekri við áðurnefnda "garka".

Eins og ég hef áður nefnd í blogginu ætti forsetinn að stíga til hliðar við fyrsta tækifæri. Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband