22.10.2008 | 10:44
Áfengisfrumvarpið: - almannaheill siðferðileg skylda þingmanna!
Eftirfarandi eru glefsur úr greinum er undirrituð hefur skrifað undanfarið ár:
"Staðreyndin er hinsvegar sú að þrjátíu þúsund manns hér á landi eiga við áfengisvanda að stríða. Má reikna með að a.m.k um hundrað og fimmtíu þúsund manns þ.e. fjölskyldur þessa fólks eigi í samfélagslegum erfiðleikum vegna áfengisneyslunnar. Fjöldi samtaka og almennir borgarar hafa lýst andstöðu sinni við við óhefta vínsölu: Hjúkrunarkvennafélagið, læknafélagið, kirkjan, SAMAN-hópurinn, skólabörn, þingmenn í öllum flokkum, skólamenn, yfirlæknir á Vogi."
"Suður-Evrópulönd þar sem vínið er framleitt og er ódýrt hafa reynt að takmarka áfengisneyslu, með stuðningi ESB. Nú nýlega lýstu læknar, lögmenn og heimspekingar í Englandi yfir ófremdarástandi í neyslu áfengis og vilja stytta tíma veitingahúsa og takmarka sölu þess?"
"Hæst ber í morgunfréttum ofneysla áfengis/ómenning í Reykjavík og framhaldsskólum. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur vakið athygli á ásýnd og ástandi gesta í borginni um helgar. Frá er greint í fréttinni að ástandið sé vægast sagt ömurlegt. Við bætist önnur frétt af svipuðum toga, að 47% framhaldskólanemenda séu í talsverðri ofneyslu áfengis og 7% í mjög alvarlegri neyslu. Ekki ofmælt að vandi áfengisneyslu er viðvarandi víða í samfélaginu. Ekkert er sterkara til úrbóta en ef almenningur er vel meðvitaður um vandann og tekur afstöðu gegn óheftri áfengisneyslu".
Úr grein Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara Akureyri:
Ég hef horft upp á allt of marga nemendur mína, í þessum 1.200 manna skóla, verða áfengi og öðrum fíkniefnum að bráð. Margir hafa flosnað upp úr námi af þessum sökum en sem betur fer koma sumir aftur eftir meðferð af mismunandi toga, m.a. á vegum SÁÁ, sem hefur unnið mjög gott starf hér í bæ og komið fjölmörgum ungmennum og fjölskyldum þeirra til hjálpar.
Fá afgreitt áfengi á tilboðsverði
Það er sannarlega við ramman reip að draga fyrir okkur uppalendur. Hart er sótt að ungu fólki, jafnvel grunnskólanemendum, og þeir hvattir til þess að kaupa og neyta vímuefna af öllu mögulegu tagi. Þá reyna skemmtistaðir bæjarins að gylla starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og auglýsa sérstök tilboð á bjór og sterku áfengi t.d. á fimmtudagskvöldum. Komið hefur fyrir að fjöldi 16 og 17 ára framhaldsskólanema hafi fengið inngöngu á staði þessa þó svo að slíkt sé skv. lögum miðað við 18 ára aldurstakmark. Þá hafa þessir sömu unglingar fengið afgreitt áfengi, jafnvel á tilboðsverði, þó svo að áfengisaldurinn sé 20 ár. Teljum við starfsfólk framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, sem hafa um 2.000 nemendur innan vébanda sinna samanlagt og þar af 350 á heimavist, löngu orðið tímabært að eftirlit með veitingahúsum verði hert með hliðsjón af ofangreindu".
Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Víninnflytjendur/vínsalar hafa nóga sölu þótt hún sé ekki óheft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook