Forætisráðherra traustvekjandi

Forsætisráðherra komst vel frá viðtali Kastljóss í kveld hyggst ekki boða til kosninga; ef svo væri þá yrði kastaða á glæ þeirri von að vinna sig út úr vandanum. Sama má segja um seðlabankastjórnina til hvers ætti að reka hana? Árásir á Davíð Oddsson eru fremur  áróður að hálfu "fjármálagarkanna"til að veikja stöðu stjórnvalda, hafa áhrif á gang mála. Þá hefði einhver þeirra orðið "einræðisherra" í stöðunni?

Rótin að fjármálakreppunni var frjálsræðið er kom með reglum EES, erfitt reyndist að hemla úrrás bankanna vegna þess. Við bættust svo undirmálslánin í Bandaríkjunum  allir fengu lán án þess að hafa greiðslugetu er síðan teygði sig um allan heim. Hvers vegna er ekki útskýrt að hálfu hagspekinga hvaða áhrif umrædd lán höfðu á heimsbyggðina fremur en gera lítið úr stjórnvöldum þjóðarinnar?

Að framansögðu vaknar sú spurning hvað verður ef við lendum inn í ESB? Má lesa á netinu þá skoðun að Evran sé skráð of hátt? ESB-ríkin hafa ekki náð neinu samkomulagi um bankakreppuna hver hugsar um sig hvað sem Frakklandsforseti reynir að malda í móinn sem formaður samtakanna; ekki séð fyrir endann á kreppunni er á eftir að æða yfir Austur-Evrópu - og víðar? Reglum um hreyfingu fjármagns milla ríkja í ESB  er ábótavant og ekki samstaða um lausnina?  Hvernig myndi litla Íslandi farnast í samstarfi við ríkjasambandið þegar til framtíðar er litið. hver verður  framtíð ESB?; er hún trygging fyrir betri lífskjörum þarf ekki að grisja regluveldið - og hugsa upp nýja stefnu? Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband