25.10.2008 | 10:47
Akureyrarprestur: ...„Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er..."
Frétt vikunnar er vakti athygli undirritaðra fór ekki hátti í fjölmiðlum en ef til vill sú markverðasta þrátt fyrir efnahagsvanda og ofsaveður er gekk yfir landið. Sóknarprestur Akureyrarkirkju tók upp þá nýbreytni að veita lögfræðilega aðstoð í safnaðarheimili kirkjunnar vegna erfiðleika í kjölfar kreppu og verðbólgu er valdið hefur lítt viðránlegum greiðslum af húsnæðislánum fólks og öðrum erfiðleikum.
Þakkarvert að aðstoða fólk í afar slæmum aðstæðum er í samræmi við boðskap Krists. Fólk er ekki vel meðvitað um lögfræðilegan rétti sinn lítið sem ekkert gert að upplýsa um lögfræðilegan rétt í efstu bekkjum grunnskóla eða framhaldskólum. Nauðsynlegt að almenn fræðsla yrði öllum skyld, að verða meðvitaðir um lögfræðilegan rétt sinn. Lítt skiljanlegt að slík fræðsla er ekki meiri í neyslusamfélagi nútímans þar sem allt á að seljast; jafnvel þótt ekki sé greiðslugeta fyrir hendi samt er otað að fólki láni sem ekki er nógu vel upplýst hvernig lánið getur verið/orðið óviðráðanlegt í greiðslu t.d. vegna gengisbreytinga.
Í annan stað er lögfræðikostaður svo dýr að almenningur getur ekki leitað sér aðstoðar virðist vera sjálfdæmi hvað lögfræðingar geta tekið sér. Undirrituð þurfti að fá lögfræðiaðstoð með mál er urðu tveir tímar er kostuðu kr. 43.575. Af óviðráðanlegum orsökum þurfti ekki að ljúka málinu ef því hefði lokið þá má reikna með a.m.k 87.150 er hefðu orðið kr. 130725. Umrætt mál þurfti ekki dómsmeðferð eða frekari álits lá beint fyrir. Segir sig sjálft að lögfræðiaðstoð er ekki fyrir fátækt fólk.Kirkjan gegnir fyllileg hlutverki sínu að gangast fyrir að leiðbeina fólki lögfræðilega þar sem það samrýmist kristilegum boðskap hvað varðar samfélag er allir geti átt þar aðgang málsmeðferðar að rétta hlut sinn gagnvart ranglæti.
Eftirfarandi ritningargrein greinir frá samskiptum Krists við óvini hans, fræðimennina er vildu koma honum á kné með að tala af sér:
Lúk. 20. 20 - 26.
20Þeir höfðu gætur á Jesú og sendu njósnarmenn er létust vera einlægir. Þeir áttu að láta hann tala af sér svo að þeir mættu framselja hann í hendur og á vald landstjórans. 21Þeir spurðu hann: Meistari, við vitum að þú talar og kennir rétt og gerir þér engan mannamun heldur kennir Guðs veg í sannleika. 22Leyfist okkur að gjalda keisaranum skatt eða ekki?
23En hann merkti flærð þeirra og sagði við þá: 24Sýnið mér denar. Hvers mynd og nafn er skráð á hann?
26Og þeir gátu ekki látið hann tala af sér í áheyrn fólksins en undruðust svar hans og þögðu.
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:30 | Facebook