27.10.2008 | 07:12
ESB - "upplýsing og frjáls hugsun að ofan"
Munurinn á stefnu Jóns Sigurðssonar forseta og upplýsingarstefnunnar hér á landi var eftirfarandi í grófum dráttum: Upplýsingarmenn er voru embættismenn vildu framfarir en komu eingöngu að ofan, útgáfa bóka og rita var mikil að vöxtum, stórhuga menn með framfarir í huga; voru ekki í beinum tengslum við þjóðina sjálfa og hvaða möguleika hún hafði til að tileinka sér framfarir og framkvæma þær í harðbýlu veglausu landi; má telja áðurnefnda embættismenn fjarlæga (hrokafulla?) alþýðu manna.
Jón Sigurðsson gerði sér hinsvegar far um að vera í beinum tengslum við atvinnulífið er þá var bændasamfélagið og þá möguleika er þar var að finna. Það varð félagsleg vakning víða um land er varð hvatinn að þeim framförum er Jón Sigurðsson stóð fyrir - grundvöllur efnahagslegra framfara og síðar sjálfstæðrar þjóðar. Stefna Jóns í fræðslu - og skólamálum var af sama toga er nýttist beint við aðstæður í þjóðlífinu og studdu ótvírætt stefnu hans.
Hvað er að gerast nú í atvinnu- og uppbyggingu þjóðarinnar er ekki verið að koma henni í ESB með "upplýsingu" að ofan en ekki í samræmi hvað fámenn þjóð getur staðið fyrir? Horft til framtíðar hlýtur þjóðin að nýta náttúruauðlindir og mannauð til að viðhalda atvinnulífinu? Frumþarfir þjóðarinnar verða best tryggðar með sterkum landbúnaði; skynsamlegri nýtingu fiskistofna er ekki eingöngu verða byggð á "reiknilíkani fiskifræðinnar" þar sem forsendur geta tæplega verið trúverðugar vegna þess "náttúrulögmál" fiskifræðinnar er enn ekki uppgötvað.
Að framansögðu er allt eins víst að ESB- stefnan um sameiningu dæmi sig sjálf úr leik vegna þess hún er framkvæmd af "risaskrifræðinu" í Brussel , tekur ákvarðanir óháð lýðræðislegum kosningum ríkja - virtar að vettugi innan sambandsins. Lissabonframkvæmdin/stjórnarskrá sameiginlegra ríkja skal framkvæmd í engu samræmi við þann menningarlega eða efnahagslega veruleika sem er til staðar.
Er frjáls þá hugsum á undanhaldi; er henni einnig stjórnað að ofan með "frjálsum ókeypis blöðum" þar sem auglýsingar stórfyrirtækja ráða ferðinni og er í raun "ritstjórnin" á viðkomandi blöðum - er "lýðurinn" á að tileinka sér hugsunarlaust?
Framagreind hugleiðing varð til eftir lestur sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í gær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook