30.10.2008 | 07:15
Pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur - einræður Morgunblaðsins?!
Framangreind skoðanakönnun gefur Kolbrúnu Bergþórsdóttur tilefni til að ráðast á formenn þriggja flokka í nafni þjóðarinnar: Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsókn, vænir þá um þrjósku og þvermóðsku. Hver er ástæðan, flokkarnir eiga ekki að miða við lýðræðislegar kosningar og eigin samvisku heldur hlaupa eftir skoðanakönnun hverju sinni samkvæmt áliti Kolbrúnar í umboði þjóðarinnar".
Hvað viðkemur inngöngu í ESB eða aðildarviðræður hlýtur Alþingi að taka ákvörðun um þann feril; blessun Kolbrúnar Bergþórsdóttur "í nafni þjóðarinnar" getur ekki ráðið svo afdrifaríkri ákvörðun þótt það sé stefna Morgunblaðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Facebook