Pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur - einræður Morgunblaðsins?!

Pistil Kolbrúnar Bergþórsdóttur á miðopnu Mbl. í dag má telja einræður Morgunblaðsins þjóðin skal beygja sig í eitt skipti fyrir öll undir  skoðanakönnun hefja viðræður og  ganga í ESB. Lýðræðisleg ákvörðun Alþingis og stjórnmálaflokkar eru til trafala. Skoðanakönnun og einræður skulu  ráða póltískum ákvörðunum fyrir þjóðina. Hvaða forsendur lágu fyrir spurningum, voru þær  hlutlægar eða  teknar á forsendum efnahagslegra erfiðleika með pólitískri íhlutun í huga, hvað reglur gilda um skoðanakannanir; eru þær ótvírætt marktækar og  trúverðugrar og koma í staðinn fyrir lýðræðislegar ákvarðanir Alþingis?

Framangreind skoðanakönnun gefur Kolbrúnu Bergþórsdóttur tilefni  til að ráðast á formenn þriggja flokka í nafni þjóðarinnar: Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsókn, vænir þá um þrjósku og þvermóðsku. Hver er ástæðan, flokkarnir eiga ekki að miða við lýðræðislegar kosningar og eigin samvisku heldur  hlaupa eftir skoðanakönnun hverju sinni samkvæmt áliti Kolbrúnar   “í umboði þjóðarinnar".

Hvað viðkemur inngöngu í ESB eða aðildarviðræður hlýtur Alþingi að taka ákvörðun um þann feril;  “blessun” Kolbrúnar Bergþórsdóttur "í nafni þjóðarinnar" getur  ekki ráðið svo afdrifaríkri  ákvörðun – þótt það sé stefna Morgunblaðsins. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband