30.10.2008 | 21:05
Björk á villigötum - ungir Íslendingar erfa auðlindir Íslands til framfara
Veit Björk Guðmundsdóttir um hvað hún er að tala þegar hún segir Það hefur áður sýnt sig að það er of áhættusamt fyrir okkur að geyma öll eggin í sömu körfunni, eins og við rákum okkur t.d. þegar 70% af tekjum okkar voru háð fiskveiðum"? Það var sjávarútvegur er stóð undir öllum framförum hér á landi á sviði menntunar og atvinnuhátta og fyrsta skrefið til verulegra betri lífskjara.
Þá þegar höfðu menn fullan hug á að virkja vatnsföll til frekari framfara. Björk ætti að kynna sér sögu um virkjanir þótt ekki væri nema fyrir Reykjavíkursvæðið til að fá yfirsýn yfir atvinnusköpun þjóðarinnar.
Þótt ál lækki í verði vegna heimskreppunnar þá er það tímabundið, þegar rofar til þá hækkar álið aftur eins og áður og verður notað til iðanaðar t.d. bíla, flugvélar - og í hljóðfæri framtíðarinnar hver veit?
Hvorki Bjarkar kynslóð eða kynslóðin í undan hefðu fengið viðunandi menntun og tækifæri til að nýta hæfileika sína ef auðlindirnar hefðu ekki verið nýttar.
Næsta kynslóð á ekki bjarta framtíð ef ekki verður haldið áfram til framfara á sömu braut ;þá verða ekki mörg tækifæri fyrir menntað fólk að skapa ný störf til hliðar við nýtingu auðlindanna er hingað til hafa verið nýttar með skynsamlegum hætti.
Gríðarleg viðbrögð við grein Bjarkar í The Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook