18.11.2008 | 13:23
Hreingerning bankanna og stjórnvalda sem fyrst.
Inn í hvers konar "Nýja-Ísland" eru þjóðin að fara með sama fólkinu er nú stjórnar peningamálum ríkisbankanna. Ekki vantar menntafólkið á háskólastigi bæði hagfræðingar og sérfræðingar fyrrverandi banka kenna seðlabankanum um - er það einn þátturinn í áróðri þeirra sem svífast einskis til að viðhalda stjórnlausu kerfi þar sem lögmál frumskógarins gilda?
Völd seðlabankans voru skert samkvæmt erlendri fyrirmynd, fært til fjármálaeftirlits. Hvers vegna fór eftirlitið ekki í fjölmiðla og varaði fólk við - nei það mátti ekki gat valdið verðlækkun á "pappírsbréfum" um allan heim. Allir urðu að dansa með nauðugir viljugir. Getur sama fólkið verið trúverðugt áfram í bönkunum til ráðleggingar og stjórnunar - og nú veður um í fjölmiðlum til að afsaka sig með áróðri á seðlabankann?
Spilavítin á Las Vegas eru smábóla samanborið við fjárglæframenn bankann er í krafti menntunar og spunaáróður í fjölmiðlum til almennings gerðu allt fjármálaeftirlit hjákátlegt og óþarft. Spilin verða að koma upp á borðið og þeir að víkja sem ábyrgð bera. Til er vel menntað fólk með siðferðilega sýn er getur vakið trúverðugleika þjóðarinnar sem allra fyrst.
Alvarlegast hvað varðar pólitísku hliðina er að Samfylkingin dansar á hliðarlínu telur sig ekki bera neina ábyrgð á ástandinu. Nú reynir á Geir Haarde að gera allt til að spilin verði sett upp á borðið - þá kemur í ljós að Samfylkingin ber ekki minni ábyrgð en Sjálfstæðiflokkurinn?
Skuldar þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook